Heimspekileg vangavelta #4
Það er rigning & þoka, og gefur sig mjóbakið.
Þjarmar að mér stanslaust sú bælda tilfinning,
að ég finni’aldrei innri ró né frið.
Læt hug minn leika við rotin betrunarsvið.
Losa um streitu á hug með bjór í plastglasi;
ljúft læt hann renna’í minn kvið.
Verðmiðinn vegur þungt, og ræður því ferðinni.
Vegna bólgu í fjárhagi er stjórnin löngu sprungin,
en þeir leyna því mennirnir.
Dett niður aumur og sé ekkert fram á við.
Aldrei mun ég aftur skoða Grímsnesið,
frekar en hvað annað lið.
Skoða bækur & rit og bít við þeim pælingum
sem bjóða uppá heim fullan af upplýsingum;
hluti sem ég veit ekkert um.
-Nema glórulaust vit og vitlausar kenningar.
Velti mér uppúr skít, því svo er mér skipað,
en ég kippi mér ekkert við það.
Læt því yfir mig vaða með látum og skítkasti.
Löðrungarnir er því fjarri fágætir;
geymi hjartað í frauðplasti.
Þjarmar að mér stanslaust sú bælda tilfinning,
að ég finni’aldrei innri ró né frið.
Læt hug minn leika við rotin betrunarsvið.
Losa um streitu á hug með bjór í plastglasi;
ljúft læt hann renna’í minn kvið.
Verðmiðinn vegur þungt, og ræður því ferðinni.
Vegna bólgu í fjárhagi er stjórnin löngu sprungin,
en þeir leyna því mennirnir.
Dett niður aumur og sé ekkert fram á við.
Aldrei mun ég aftur skoða Grímsnesið,
frekar en hvað annað lið.
Skoða bækur & rit og bít við þeim pælingum
sem bjóða uppá heim fullan af upplýsingum;
hluti sem ég veit ekkert um.
-Nema glórulaust vit og vitlausar kenningar.
Velti mér uppúr skít, því svo er mér skipað,
en ég kippi mér ekkert við það.
Læt því yfir mig vaða með látum og skítkasti.
Löðrungarnir er því fjarri fágætir;
geymi hjartað í frauðplasti.