Glóruleysislega ort kvæði
Sit á bekk með skrifblokk í hönd,
stari út í veður & vind.
Hugsa’um að skrifa um fljúgandi önd,
eða sjálfhelda aumingja kind.
Hugsa & hugsa en ekkert ég festi,
í hugann um skriftirnar mínar.
Fæ ýmsar ídettur á mínútu fresti,
en fæstar eru þær fínar.
Gefst þá upp með þetta á blaði,
en þykir samt helvíti fínt.
En þarf nú að hugsa um þarfari staði,
því glórunni hef ég nú týnt.
Læt þetta duga mér sjálfum að sinni,
svoleiðis búinn mig út að keyra.
Ég vona nú bara’að glóruna ég finni,
ellegar yrki ég aldrei neitt meira.
stari út í veður & vind.
Hugsa’um að skrifa um fljúgandi önd,
eða sjálfhelda aumingja kind.
Hugsa & hugsa en ekkert ég festi,
í hugann um skriftirnar mínar.
Fæ ýmsar ídettur á mínútu fresti,
en fæstar eru þær fínar.
Gefst þá upp með þetta á blaði,
en þykir samt helvíti fínt.
En þarf nú að hugsa um þarfari staði,
því glórunni hef ég nú týnt.
Læt þetta duga mér sjálfum að sinni,
svoleiðis búinn mig út að keyra.
Ég vona nú bara’að glóruna ég finni,
ellegar yrki ég aldrei neitt meira.