Vistin
Ég stend á önd & styð mig við gluggann,
stari á álftirnar fljúga út’í geim.
Við bryggjuna bíður ein lítil duggan,
bara eftir því að taka mig heim.
Þó ég vilji ekki fara er ég samt dreginn burt,
æpandi á guð og aðra vætti.
Það er ekki einu sinni að því spurt
hvað um vistina sjálfum mér þætti.
stari á álftirnar fljúga út’í geim.
Við bryggjuna bíður ein lítil duggan,
bara eftir því að taka mig heim.
Þó ég vilji ekki fara er ég samt dreginn burt,
æpandi á guð og aðra vætti.
Það er ekki einu sinni að því spurt
hvað um vistina sjálfum mér þætti.