

Stein fyrir stein,
skríð ég einn heim.
Tek af mér sokkana og hendi þeim.
Hef þurft að þræla,
grátbiðja & skæla.
Sé veginn framundan og leiðin er greið,
en ég kemst ei alla leið.
Hef farið víðan völl,
vötn heimsins synt öll.
Hitt fullt af furðufuglum, álfa & tröll.
Klórað í bakka
með þungan hnakka.
Drukkið með Bakkusi á’við heilan her,
sem í restina kálar mér.
Hef þurft að bíða,
og dónaskap líða.
En gleymt því öllu með því að detta’í’það.
Rústir ég byggði,
og eilíft líf tryggði.
Dansaði djöfulsdans í engum skóm,
við eigin ímyndunarhljóm.
Gleðin þá búin,
og ég er lúinn.
Hugur minn óheill & öfugsnúinn.
Sit sár á tröppunum,
dofinn í löppunum,
finn enga lykla, búinn að týna þeim,
og ég kemst ekki heim.
skríð ég einn heim.
Tek af mér sokkana og hendi þeim.
Hef þurft að þræla,
grátbiðja & skæla.
Sé veginn framundan og leiðin er greið,
en ég kemst ei alla leið.
Hef farið víðan völl,
vötn heimsins synt öll.
Hitt fullt af furðufuglum, álfa & tröll.
Klórað í bakka
með þungan hnakka.
Drukkið með Bakkusi á’við heilan her,
sem í restina kálar mér.
Hef þurft að bíða,
og dónaskap líða.
En gleymt því öllu með því að detta’í’það.
Rústir ég byggði,
og eilíft líf tryggði.
Dansaði djöfulsdans í engum skóm,
við eigin ímyndunarhljóm.
Gleðin þá búin,
og ég er lúinn.
Hugur minn óheill & öfugsnúinn.
Sit sár á tröppunum,
dofinn í löppunum,
finn enga lykla, búinn að týna þeim,
og ég kemst ekki heim.