Elsku systa.
Elsku systa,
Eftir stutta ævi mína,
horfði ég á eftir þér.
Þú varst mín fyrirmynd,
áður en þú,
þú sjálf dast ofan í gildru
og helvítið tók öll völdin.

Þú fórst á stað til helvítis,
og sukkið tók sér stað í lífi þínu
guð, ég finn söknuðinn,
hjálpaðu henni, systur minni.

Ef ég ætti eina ósk,
Myndi ósk mín sú vera, án efa.
Að veita myndi þér bestu læknishjálp.
Svo þú myndir snúa baki við þetta.

Horfði á eftir móður okkar,
fella tár og gleðjast til skiptis.
En loksins þegar við glöddumst
var skotið okkur í bakið.

Hefði aldrei dottið í hug
að þetta væri leiðin þín.
Til þess að búa til betra líf
Ég hélt þú ættir meira vit.

Nú bið þig, Guð.
Hjálpaðu henni systir minni.
Dökkhærð, brúnleit og afar lífsglöð
að stíga á réttan veg á ný.


---

Að lokum vil ég samt þakka þér fyrir líf mitt.
Þakka þér guð, fyrir að fjölskylda mín sé til, sérstaklega hún systir mín.
Ég vil bara fá sjálfa systur mína heim.  
Ú. Viktor Björnson {nýtt}
1993 - ...
Um systur mína sem á við veikindi að stríða vegna fíkniefnanotkun og fleira.


Ljóð eftir Úlfar

Elsku systa.
Mamma mín.