

Ég stíg undir fallandi vatnið
finn hvernig það skellur á líkama mínum
og seytlar eftir hverri húðfrumu
ég finn hvernig vatnið, uppistaða alls lífs
skolar mig og þrífur;
hvernig áhyggjur og gamlar syndir hverfa
harða skelin mýkist upp;
ég stíg undan
nýr maður
finn hvernig það skellur á líkama mínum
og seytlar eftir hverri húðfrumu
ég finn hvernig vatnið, uppistaða alls lífs
skolar mig og þrífur;
hvernig áhyggjur og gamlar syndir hverfa
harða skelin mýkist upp;
ég stíg undan
nýr maður