Svefnlausir
Ég veit helling um nágranna mína.
Ég veit hverjir það eru sem sofa ekki á nóttinni.
Ég sé ljósin í gluggunum þeirra
alveg eins og þeir sjá mín.
Við erum ,,klúbbur\"
,,klúbbur\" ráfandi sála sem finna enga eirð, meðan aðrir sofa.
Við þekkjum myrkrið, því að við heyrum í því.
Kyrrðin er góð, en svefnleysi er slæmt.
það er eitthvað þunglyndislegt, þrúgandi við það að vera einn vakandi á nóttinni.
Þú ert úr takt, úr takt við allt lífið.
Einn, aleinn, en samt ekki.
Ég sé ljósin í gluggunum þeirra.
Svefnlausir!
 
Sigríður Dúa
1963 - ...


Ljóð eftir Sigríði Dúu

Svefnlausir
Til ömmu minnar
sumarið ´09
Tungl-tími