Áttu vin, vertu kýr
Maður er manns gaman,
skrifaði kínverskur munkur
á lítinn miða fyrir mörgum kvöldum,
sem settur var í glerflösku og rak um höfin,
sem þá voru tólf,
að strönd þar sem tiltölulega ungur piltur (nú látinn)
horfði þreyttur til himins og krotaði í bók
sem síðar varð þekkt sem Hávært mál.
Svo að það megi verða,
að maður verði manns gaman,
þarf að minnsta kosti tvo til.
Það vitum við fullvel.
Aukin heldur er æskilegt að leikendur hittist af og til.
Þumalputtareglan er að vinir fjarlægist
ekki hver annan um meira en ökuferð eða svo,
nema í tiltölulegan stuttan tíma.
Enda stóð í glerflöskuskeytinu: Áttu vin, vertu kýr.
Síðasta ofankomman gæti verið aldagömul mistök.
skrifaði kínverskur munkur
á lítinn miða fyrir mörgum kvöldum,
sem settur var í glerflösku og rak um höfin,
sem þá voru tólf,
að strönd þar sem tiltölulega ungur piltur (nú látinn)
horfði þreyttur til himins og krotaði í bók
sem síðar varð þekkt sem Hávært mál.
Svo að það megi verða,
að maður verði manns gaman,
þarf að minnsta kosti tvo til.
Það vitum við fullvel.
Aukin heldur er æskilegt að leikendur hittist af og til.
Þumalputtareglan er að vinir fjarlægist
ekki hver annan um meira en ökuferð eða svo,
nema í tiltölulegan stuttan tíma.
Enda stóð í glerflöskuskeytinu: Áttu vin, vertu kýr.
Síðasta ofankomman gæti verið aldagömul mistök.