

Uppgefin gömul kona
þybbin og þrútin
þó einna helst rauð á vanga
eins og fölnað rósabeð
íklædd víðum blúndukjól
sem þyrnarnir eru búnir að rífa í sig
setur tvær rauðvínsflöskur
í myrkan skammarkrók og segir lágt:
Þið farið ekki fet ...
ekki fyrr en þið eruð búnar ...
að skammast ykkar!!!
þybbin og þrútin
þó einna helst rauð á vanga
eins og fölnað rósabeð
íklædd víðum blúndukjól
sem þyrnarnir eru búnir að rífa í sig
setur tvær rauðvínsflöskur
í myrkan skammarkrók og segir lágt:
Þið farið ekki fet ...
ekki fyrr en þið eruð búnar ...
að skammast ykkar!!!