til helvítis með núið
Tannlausar girðingar
brosa í sveitinni
eitt sinn stóðu hér landróverar á beit
ekkert ryðgaðir
en oxiteraðir skreyttir sóley
mör draup af hverri kind
sem gekk óáreytt til fjalla
þá fengu menn inni fyrir fallþunga
kaupfjelagið geymdi dýrgripi
en einn daginn bara hvarf þetta
og enn ganga menn til fjalla
leiðin sem var vörðuð
er horfinn í sandroki virkjana
nú ganga menn beina
og betla í borginni stóru
og bíða viðtals ráðherra
upp rísa múrar tollvernda
fram flæðir aur styrkjanna
svo byggt ból
bregði ekki búi
og lifi áfram í fortíð
en ekki þessu helvítis núi
brosa í sveitinni
eitt sinn stóðu hér landróverar á beit
ekkert ryðgaðir
en oxiteraðir skreyttir sóley
mör draup af hverri kind
sem gekk óáreytt til fjalla
þá fengu menn inni fyrir fallþunga
kaupfjelagið geymdi dýrgripi
en einn daginn bara hvarf þetta
og enn ganga menn til fjalla
leiðin sem var vörðuð
er horfinn í sandroki virkjana
nú ganga menn beina
og betla í borginni stóru
og bíða viðtals ráðherra
upp rísa múrar tollvernda
fram flæðir aur styrkjanna
svo byggt ból
bregði ekki búi
og lifi áfram í fortíð
en ekki þessu helvítis núi