í blómagarði guðs
á stríðsvelli liggja blómin
blóðguð hunangi lífs
sem stórar býflugur manngerðar
sækja og setja í svarta poka
send eru heim í betri svörð
sett niður meðal hvítra krossa
lokirðu augunum í litla stund
heyrirðu kannski blóðið fossa
andvarin kaldur kinn þína strýkur
í blómagarði guðs
hvílir enginn ríkur
blóðguð hunangi lífs
sem stórar býflugur manngerðar
sækja og setja í svarta poka
send eru heim í betri svörð
sett niður meðal hvítra krossa
lokirðu augunum í litla stund
heyrirðu kannski blóðið fossa
andvarin kaldur kinn þína strýkur
í blómagarði guðs
hvílir enginn ríkur