Íslenska tungan
Fullorðnir tala oft um íslensku
sjó, fisk og mikilmennsku.
Vilja ekki ganga í þetta Evrópusamband,
tala bara um þetta mikilfenglega land,
meðan krónan rennur í sjó og sand.

Íslenska tungan er hin allgóða móðir,
fyrir enskuna erum við alltof góðir,
business menn eru fjandi óðir,
og bankastjórar ansi móðir.

Hvað er að því þótt mig langi að semja á ensku?
Er það ljótt?
kannski bilað og ögn ótt?
Ætli ég sé ekki komin með þessa ESB sótt?

Íslensku sinnaðir og enskuhatandi,
raula um ég, mig, mér, mín,
en ekki eitthvað enskt rím.
Fjandin hafi þessa ensku hóru!
Skírum ekki börn okkar Chris,
köstum heldur enskunni í piss!

Hversu mikilmennskubrjálaðir,
hrokamálaðir erum við Íslendingar?
Skítandi yfir alla viðkunnalegu pólverjana,
blaðrandi stanslaust um móðurtungu og hvernig eigi að verjanna.
Áður unnum við hörðum höndum,
fiskuðum hjá Ísalands ströndum.
Fokk! Nú fór þetta allt úr böndum!

Nei nú höfum við hugmynd,
hvernig losa skal um alla þessa synd,
og vernda aftur okkar íslensku kind.
Við smölum bara saman þessum pólska lýð,
geymum kannski stöku konu sem er fríð.
Komum þeim fyrir á litlum bát,
svo öll við verðum nú glöð og kát.
Sendum þau aftur til síns heima,
út í þessa víðáttu geima,
sem við köllum útlönd.
Höldum svo svaka veislu,
og lifum á íslenskri neyslu.
Svo þegar helgin er búin,
og við finnum að við erum orðin löt og lúin.
Köllum þá aftur í okkar pólsku vini,
þessa duglegu Íslands syni.
Brosum bara blítt,
og spyrjum þá hvað sé títt.
\"How do you like Iceland?\"
Já já, svaka Niceland.
Vissuð þið að 80% af þeim sem vinna í álverinu á Reyðafirði eru útlendingar?
Hvað eruð þig annað en djöfulsins vitleysingar?

Hrokinn og sjálfumgleðin vaxa um okkur eins og blómin,
svona er nú íslenski rjóminn.
Er þá enskan nokkuð svona slæm?
Er hún nokkuð \"kræm\"?

Fokk Iceland,
þetta er ekkert Niceland!  
Þórhildur Þórarinsdóttir
1989 - ...
Já, þetta er til ljóð punktur is, því ég er svo bitur að þið viljið ekki birta ensku ljóðin mín ;)


Ljóð eftir Þórhildi Þórarinsdóttur

Íslenska tungan
Ég veit ekkert hvað ég ætlaði að segja