Þú og ég
Hann sagði hvað og spurði hvernig mér liði,
hvar ég væri og hvað hans biði.
Hann sagðist elska mig mikið og afar heitt,
hann vildi vera mér hjá þó lífið væri ógreitt.

Hugurinn tómur en hjartað fullt,
tilfinningaflækja en orðin fóru burt.
Áhyggjur sem ég hef ekki tjáð,
orð og hugsanir sem ég get ekki ljáð.

Sit og stari með brjóstið þanið,
augun tóm og hjartað falið.
Skömmin og óvissan fyllir mig,
margt sem ég get en ég vil aðeins þig.

Kossar hans mjúkir og hjartað er hreint,
gleði og eftirvænting fara ekki leynt.
Barnsleg einlægni einkennir brosið,
ég brosi til baka með andlitið frosið.  
Supriya Sunneva Kolandavelu
1987 - ...


Ljóð eftir Supriyu

One of those days
Dreams
Lost love.
Braveheart
Home
Þú og ég