Óðurinn um anarkista, ort eftir árásina á tvíburaturnana í NEW YORK.
Íslendingar Davíð á,
dyggðir mannsins prísa.
Hér er eins og ætla má,
öfugmæla vísa.
Kosti Halldórs fáa finn,
fljótur í stríð að renna.
Af honum lekur ólundin,
eins blek úr penna.
Skelfing á nú bágt hann Björn,
búinn marga að kvekkja.
Seinheppinn í sókn og vörn
sjálfur tímaskekkja.
Undarleg er okkar stjórn,
ei má leyna slíku.
Snauða lætur færa fórn,
fyrir hina ríku.
og í rökréttu framhaldi:
Hæðsti réttur hátind nær,
heimsins undrið fína.
Ef þar Davíð inni fær,
með alla vini sína.
dyggðir mannsins prísa.
Hér er eins og ætla má,
öfugmæla vísa.
Kosti Halldórs fáa finn,
fljótur í stríð að renna.
Af honum lekur ólundin,
eins blek úr penna.
Skelfing á nú bágt hann Björn,
búinn marga að kvekkja.
Seinheppinn í sókn og vörn
sjálfur tímaskekkja.
Undarleg er okkar stjórn,
ei má leyna slíku.
Snauða lætur færa fórn,
fyrir hina ríku.
og í rökréttu framhaldi:
Hæðsti réttur hátind nær,
heimsins undrið fína.
Ef þar Davíð inni fær,
með alla vini sína.