Óðurinn um anarkista, ort eftir árásina á tvíburaturnana í NEW YORK.
Íslendingar Davíð á,
dyggðir mannsins prísa.
Hér er eins og ætla má,
öfugmæla vísa.

Kosti Halldórs fáa finn,
fljótur í stríð að renna.
Af honum lekur ólundin,
eins blek úr penna.

Skelfing á nú bágt hann Björn,
búinn marga að kvekkja.
Seinheppinn í sókn og vörn
sjálfur tímaskekkja.

Undarleg er okkar stjórn,
ei má leyna slíku.
Snauða lætur færa fórn,
fyrir hina ríku.

og í rökréttu framhaldi:
Hæðsti réttur hátind nær,
heimsins undrið fína.
Ef þar Davíð inni fær,
með alla vini sína.  
Pálmi
1928 - ...


Ljóð eftir Pálma

Hugleiðingar
Úr ýmsum áttum
Stökur á stangli
tvær sneiðar til ríkisstjórnarmanna
Fyrndar erjur
kynslóðabil
Til stóreignamanna
Með Háið í hávegum
Til Fjölnismanna
Hugleiðing um stjórnmál
Eftir áhorf á Sigmund Erni á sunnudagskvöldi
Á leiksviðinu
\"Diktafon\"
Glens
Staka
Arnþrúður Útvarp Saga
Ragnar Bjarnason, dægurlagasöngvari.
Viðey
Framámenn
stiklað á fáeinum stökum
Afla-kódinn
Konur að skapi karla
Þeir ungu menn
stökur
Óðurinn um anarkista, ort eftir árásina á tvíburaturnana í NEW YORK.
Væntanleg brúður
Afmæliskveðjur
Vísnavinur
Fáeinar stökur