Blámi
Lengi hef ég hugsað til
að hefjast á því handa,
sækja heim minn svanna vil;
stíga til annarra landa.
En ekkert veit, né ekkert skil
né einhverju við það\'að blanda.
Nú sál mín og hjarta napurt er,
til Nancy vil ég halda!
Skipta á einsemd sem situr í mér
& sælu hlotnast margfalda.
Kenni nú hver um sjálfum sér,
sem sálarangri sér valda.
Þá sit ég í sorg & aumingjaskap
við skriftir undir steypu & grasi;
geðheilsan eins\'og Ginnungagap
og greini\'ekki móðurmálið frá þrasi.
Ekkert ég græði utan fyrir tap,
á ekkert til\'að fylla í glasið
að hefjast á því handa,
sækja heim minn svanna vil;
stíga til annarra landa.
En ekkert veit, né ekkert skil
né einhverju við það\'að blanda.
Nú sál mín og hjarta napurt er,
til Nancy vil ég halda!
Skipta á einsemd sem situr í mér
& sælu hlotnast margfalda.
Kenni nú hver um sjálfum sér,
sem sálarangri sér valda.
Þá sit ég í sorg & aumingjaskap
við skriftir undir steypu & grasi;
geðheilsan eins\'og Ginnungagap
og greini\'ekki móðurmálið frá þrasi.
Ekkert ég græði utan fyrir tap,
á ekkert til\'að fylla í glasið
Nancy er bær í Frakklandi, fyrir þá sem ekki vissu.