stúlkan að vestan
fyrir vestan af fjöllum menn dást
þar sigla bátar um ósa og mynni
þar býr stúlka með hjarta sem tifar af ást
en fjöllin þau loka hana inni
í Reykjavík býr hjartfólginn drengur
er hana dreymir um dagana langa
til suðurs liggur sá hjartans strengur
sem leggst yfir fjöll, dali og tanga
því hjörtu þeirra slá sem væri eitt
þau hittust víst oftast í leynum
en hún á sér mann og hann á sér konu
en ást þeirra fæddist í meinum
á kvöldin er sólin sér tyllir á rönd
gullrauður himininn dansar
ást þeirra er flöskuskeyti á mannlausri strönd
sem enginn finnur né ansar
þar sigla bátar um ósa og mynni
þar býr stúlka með hjarta sem tifar af ást
en fjöllin þau loka hana inni
í Reykjavík býr hjartfólginn drengur
er hana dreymir um dagana langa
til suðurs liggur sá hjartans strengur
sem leggst yfir fjöll, dali og tanga
því hjörtu þeirra slá sem væri eitt
þau hittust víst oftast í leynum
en hún á sér mann og hann á sér konu
en ást þeirra fæddist í meinum
á kvöldin er sólin sér tyllir á rönd
gullrauður himininn dansar
ást þeirra er flöskuskeyti á mannlausri strönd
sem enginn finnur né ansar