Lóan er að fara
Lóan er komin
And so what!
Er það nú eitthvað til að redda málunum?
Þessi dirrindí farfugl
sem syngur að vori
telur okkur trú um að allt verði betra
með hækkandi sól
svíkur okkur svo að hausti
þegar á bjátar og skammdegið leggst yfir á ný

Skiptir litum og fjölgar sér
Safnar kröftum
Til að fara
Farin, búin, bless
Svo kallar maður þetta vini sína

Vorboðinn ljúfi
vertu bara heima hjá þér
Hættu að koma og vekja með mér vonir
Um að bráðum komi betri tíð

Lóan er ekki að koma
Lóan er að fara
 
Guðmundur Pálsson
1963 - ...


Ljóð eftir Guðmund

Lóan er að fara
Umgangur