Umgangur
Tvítug sviptu þau sig lífi
Í fossinum heima
Faðir og móðir fátæklingar sem unnust
Eignarlaus vinnuhjú
meinað að eigast
slíkt var ekki til siðs
Fjölskyldan slegin í sundur
Börnin gefin á hreppinn
Höfð með skepnum, fóðruð á hrati
Misnotuð af hrottum
Hún af bóndanum, húskörlum og messugestum
Hann af bóndanum, húskörlum og messugestum
Hún varð skækja
Hann fékk uppnefnið umgangur
Þau leiddust í fossinn
 
Guðmundur Pálsson
1963 - ...


Ljóð eftir Guðmund

Lóan er að fara
Umgangur