kvenskörungur.
Bak við bæinn forðum brjóstin fengu sól,
Hrafninn söng við bæjarlækinn hýreygður með ról.
Barmafull af æsingi og í svörtum gúmmískóm,
keyrði hún áfram leikinn og skellti undir góm.
Dældist veslings grasið rifið tæt og sveit,
Fíflar og sóley étnar eins og ekki neitt
Mátti jarðargjafinn hafa sig allan við
En bak hita leiksins hann skynjaði alltaf klið.
Er æsast fóru leikar og lundin tók sinn sprett,
lendar tóku fjörkipp og ástin varð svo nett.
kastaði hún öðrum skónum í hrafninn fyrir raus,
hafði það slíkar afleiðingar að leikurinn hann fraus.
Sá svarti gerði sig lítið fyrir og skeyt í skóinn þann,
Og til að bæta gráu ofan á svart gerði gat á hann.
Brjóstin hurfu sólinni og orð hennar urðu merk,
að hún kæmi bak við bæinn aftur að drýgja sitt verk