Þriðji heimurinn
Það skiptir engu máli ,því það birtir ekki lengur,
fyrir brúnu augu barnanna sem höfðu sýnt sín ystu mörk..
Heimurinn bara ropar og veit ekki hvað á gengur,
þeim er fleygt í sorpið eins og hverjum öðrum börk.
Þið gleymduð að hlúa að grasinu, stilkana að styðja,
svo upp úr illri gresjunni lifnaði afraksturinn frjór.
Sem flæddi um ykkar hurðir án þess að biðja
og óþægilegt hljóðið var orðið ískur en ekki klór.
Það stoppar ekki hljóðið ,þótt hurðir séu ræstar,
Því lífið neitar hungri og leitar að græni jörð.
Það var hægt að opna ,en þið höfðuð þær alltaf læstar,
vissu ekki um lykilinn eða hans réttu skörð.
Maðurinn lærir aldrei,og er alltaf að finna hjólið,
arfurinn hans verður lítill fram yfir ystu rök.
Heyrðu sökkvast guð minn, gætum við fengið hólið,
því heimskan hún var okkar og áttum því enga sök.