Týndur Drengur
Týndur, lítill, tættur, ungur drengur,
tárin renna niður vanga hans.
Lífið virðist litlu skipta lengur,
hann leiður er að stíga þennan dans.
Hann þraukað hefur gegnum þrautaraðir,
og þorir hvorki að líta fram né aftur.
Hann\'sér ei að hjá honum stendur Lífsins Faðir,
og á þrotum er hans lífs og sálar kraftur.
En hvenær mun hann líta upp og skilja,
að hjálpina hann þarf bara að þiggja.
Þá Guð mun harða fortíð hans hylja,
og honum bjarta framtíð með sér byggja.
tárin renna niður vanga hans.
Lífið virðist litlu skipta lengur,
hann leiður er að stíga þennan dans.
Hann þraukað hefur gegnum þrautaraðir,
og þorir hvorki að líta fram né aftur.
Hann\'sér ei að hjá honum stendur Lífsins Faðir,
og á þrotum er hans lífs og sálar kraftur.
En hvenær mun hann líta upp og skilja,
að hjálpina hann þarf bara að þiggja.
Þá Guð mun harða fortíð hans hylja,
og honum bjarta framtíð með sér byggja.