Svört sina
Tilfinning ólýsanleg,
hríslast stjórnlaus um allt.
Eins og eldur á grasi
sem brennur allt sem fyrir verður.

Rauði liturinn þekur.

Tekur illgresið sem ég þráði svo að losna við,
en rífur um leið upp fallegu blómin,
er ann ég svo heitt.

Enginn vill hafa illgresi í garðinum,
en það þarf að læra.
Að ávallt fara saman sorg og gleði,
láttu litríku blómin skína skærar.

Annars situr einungis eftir;
Dauð svört sinan  
Athena
1991 - ...
Þetta ljóð var samið um sjálfsmeiðingar


Ljóð eftir Athenu

Lífsbarátta
Svört sina
Lítill leikur