Lítill leikur
Ég sekk í dýpi augna þinna,
er tindra svo björt og fögur.
Þó viti ég að bak við leynist,
skemmdin og falsleikinn.

Hvernig get ég elskað þig?
Þú notar mig eins og tusku.
Þér er alveg sama um mig.
Aðeins litli leikur þinn gildir.

Þótt þú brást mér,
þá titra ég enn er þú snertir mig,
og ég unni þér,
þó þú hafir eyðilagt mig.

Brotið mig og límt mig saman,
með stóru svörtu límbandi.
Glerbrotin voru enn til staðar.
Þegar þú braust mig aftur.

Ég horfi í augu þín,
vona að ég fái kjark.
Til að brjóta mig úr viðjum þessa leiks.
Þetta er bara skemmtun fyrir þér.

Slepptu mér, hleyptu mér lausri.
Varlega þó, ég er brothætt.
Límbandið dugar ekki að eilífu.
Slepptu mér, leyfðu mér að fara.
 
Athena
1991 - ...


Ljóð eftir Athenu

Lífsbarátta
Svört sina
Lítill leikur