Breytt Líf
Ég leita og leita án þess að finna,
Hvenær mun þessum sársauka linna?
Ég leita að deyfingu, leita að fyllingu,
en finn mig fasta í rugli og spillingu.
Ef ekkert fyllir þessa hjartans þrá,
hvers vegna heldur það áfram að slá?
Ég spyr og spyr og leita svara,
mun einhver koma án þess að fara?
Mun einhver elska án þess að særa?
Eða ætti ég kannski af reynslunn\'að læra?
Að heimurinn er harður og fólkið er kalt,
Nú á botninum er, búin að reyna allt.
En þá kemur Hann Konungur og á mig lítur,
miskunn augna Hans hjarta mitt brýtur.
Hann reisir mig upp og þerrar tárin,
týnir upp brotin og læknar sárin.
Hann fyrirgaf mér og gaf mér nýtt líf,
og í stað þess að stoppa nú fjöllin ég klíf.
Hann gefur mér gleði Hann gefur mér frið,
og nú stefni ég\'á ný og betri mið.
Ég leitaði og leitaði og fann ekki neitt,
Hann fann mig og nú líf mitt er breytt.
Tinna Björk Kristinsdóttir júní \'08
Hvenær mun þessum sársauka linna?
Ég leita að deyfingu, leita að fyllingu,
en finn mig fasta í rugli og spillingu.
Ef ekkert fyllir þessa hjartans þrá,
hvers vegna heldur það áfram að slá?
Ég spyr og spyr og leita svara,
mun einhver koma án þess að fara?
Mun einhver elska án þess að særa?
Eða ætti ég kannski af reynslunn\'að læra?
Að heimurinn er harður og fólkið er kalt,
Nú á botninum er, búin að reyna allt.
En þá kemur Hann Konungur og á mig lítur,
miskunn augna Hans hjarta mitt brýtur.
Hann reisir mig upp og þerrar tárin,
týnir upp brotin og læknar sárin.
Hann fyrirgaf mér og gaf mér nýtt líf,
og í stað þess að stoppa nú fjöllin ég klíf.
Hann gefur mér gleði Hann gefur mér frið,
og nú stefni ég\'á ný og betri mið.
Ég leitaði og leitaði og fann ekki neitt,
Hann fann mig og nú líf mitt er breytt.
Tinna Björk Kristinsdóttir júní \'08