Dætur Lífsins

Þær dönsuðu að vori.

Og blómi vorsins blundinn vann
blærinn vangana sló
svo taumlaus ástin taktfast brann
titrandi vorið hló.



Þær blómstruðu að sumri.

Í sálum okkar sólin var
sendi geisla sína
og fegurðin gaf fólkinu svar
fellt í ásjón þína.


Þær elskuðu að hausti.

Við saklausar öllu sungum ljóð
sindrandi voru þau hjörtu
sem gáfu úr sínum gullna sjóð
geymdu draumana björtu.


Þær dreymdi að vetri.

Við léðum öllu lífinu til
langar voru þær nætur
sem brosin tæru brúuðu bil
bræddu lífsins dætur.



 
Hulda Dagmar
1974 - ...


Ljóð eftir Huldu Dagmar

Dætur Lífsins
Augnablikið