Tómt sæti
Ég sest við hliðina á þér,
þú stendur upp og finnur þér annað sæti.
Sætið við hliðina á mér er alltaf autt...
Nema í neyð, eða þegar kennarinn er að horfa.
Það er autt sæti innra með mér

Ég heilsa þér á ganginum,
þú horfir í gegnum mig, ég er ekki til fyrir þér.
Nema í neyð, eða þegar kennarinn er að horfa.
Ég sé mig ekki lengur í speglinum

Valin seinust, hundsuð, ein...
alltaf ein...
ein...
alein...
ég ætti að vera ósýnileg,
Kennarinn er hættur að sjá mig.
Ég ætti að hverfa, verða tómt sæti,
ósýnileg...  
Rune
1988 - ...
grunnskóli
-Skrifað 4. ágúst 2008


Ljóð eftir Runes

Tár
Iceland
Tómt sæti