Íslensk tunga
Hvað er nú tungan? - Ætli enginn
orðin tóm séu lífsins forði. -
Hún er list, sem logar af hreysti,
lifandi sál í greyptu stáli,
andans form í mjúkum myndum,
minnissaga farinna daga,
flaumar lífs, í farveg komnir
fleygrar aldar, er striki halda.

Tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
darraðarljóð frá elztu þjóðum.
Heiftareim og ástarbríma,
örlagahljóm og refsidóma,
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígðum - geymir í sjóði.  
Matthías Jochumsson
1835 - 1920


Ljóð eftir Matthías Jochumsson

Fögur er foldin
Minn friður
Lífsstríð og lífsfró
Eggert Ólafsson
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
Ég fel í forsjá þína
Á jólum
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Lofsöngur
Börnin frá Hvammkoti
Minni kvenna
Íslensk tunga
Volaða land
Bjargið alda
Jólin 1891