Á endastöð?
Með vonarneista ég hugsa um þig
sannleikurinn hefur heillað mig
lífið hefur svo undur margt
ég vildi ég gæti nú haft það nú allt

Óttinn felur mína sál
En sannleikurinn mun opna mitt mál
í eilífðar depurð ég lifi ei lengur
ég ætla að verða aftur heilbrigður

Með bjartsýni að vopni ég horfi á þig
Með bjartsýni að vopni ég opna mig
Með bjartsýni að vopni ég kyssi þig
Með bjartsýni að vopni ég gef þér mig

Horfðu, horfðu í augun mín blá
Sannleikurinn er mitt móðurmál
Ég vildi þú gætir elskað mig lengur
ég veit ég get ekki sofið um nætur.

Eitt máttu vita ástin mín kær
þú er allt sem í hjarta mér býr
með von í hjarta ég byrja uppá nýtt
með von minni læri að lifa uppá nýtt

Í hjarta mínu ég fyrirgef þér
fyrir að vera ekki skotin í mér
Í öðrum löndum þú finnur þá ást
sem ekki mér tókst að tryggja í sátt

Ég vildi ég gæti haft þig á ný
en tíminn rekur í hjarta mitt sting
á byrjunarreit ég finn hvernig margt
margt hefur breyst, ég hef misst allt.

Ég missti margt,ég missti þig
það eina sem hefur eitthvað skipt mig
hef elskað þig allt of lengi
án þess að fá nokkuð endurgoldið.

Ég kveð þig í hljóði, ég kveð þetta líf
ég kveð það sem ég hef kallað mitt líf
ég opna hugann og hjarta mitt
ég ætla að læra að elska uppá nýtt.

Ekki gráta nú ástin mín kær
ég er ekki orðinn alveg ær
ég verð hér, þú veist hvar ég er
þú átt alltaf stað í hjarta mér.
 
Valli
1981 - ...


Ljóð eftir Valla

Til þín
Á endastöð?