Fölsk fullnægja
Er það ekkert einkennilegt
að leggja sig niður við lygar
leggjast með elskhuga
leika með og láta hann halda
að atlotin beri árangur?

Að eyða nóttum í uppgerðan unað
bara til að gleðja, geðjast
ganga lengra en áður
í að láta hann gleyma
...því sem er heima? 
Mistress
1974 - ...


Ljóð eftir Mistress

Eðlilegt viðhald
Fölsk fullnægja