Reykjavík
Reykjavík
Svo grá að eðlisfari
að íbúarnir mála
þökin sín eins og prufuspjöld
í málningarvöruverslun.
Reykjavik
Svo köld að það er
Guðs lukka og ekkert annað
að þú situr
á ódýrustu hitaveitu
heims.
Reykjavík
Svo fjarlæg að þú
teygir þig í allar áttir
svo að við sem
búum hér þurfum sem
sjaldnast að hittast.
Reykjavík
Hvort ertu ofvaxið barn
eða fullþroskuð yngismær?
Enginn virðist vera viss,
hvorki þú né við
gestir þínir.  
Klemenz Bjarki Gunnarsson
1975 - ...
Áður óútgefið.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Klemenz Bjarka Gunnarsson

Reykjavík
Nýtt sjónarhorn
Völundarhúsið