Völundarhúsið
Eitt skref enn og áfram gakk.
Til hvers, spyr hermaðurinn ekki, því þá er hann skotinn.
Ég freistast hins vegar til þess að spyrja því að hver ætti svo sem að skjóta mig.
Röng beygja fyrir löngu síðan hefur gert gönguna um völundarhúsið að grámyglulegri martröð.
Eins og völundarhúsi sæmir er hver einasti gangur eins, ekki einu sinni mannnautsskrímsli til að tikka upp hversdagsleikann fyrir mann.
Ég er handviss að það eru fleiri hérna en ég, ég heyri raddir, stunur og gnístran tanna. En ég sé engan.
Eitt skref, bíddu, ætti ég kannski að fara aftur á bak.
Til hvers, þú dreifðir engum perlum fíflið þitt, urra ég á sjálfan mig í myrku völundarhúsinu.
Eitt skref áfram og enn gakk
 
Klemenz Bjarki Gunnarsson
1975 - ...
Áður óútgefið.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Klemenz Bjarka Gunnarsson

Reykjavík
Nýtt sjónarhorn
Völundarhúsið