

við vorum á sýru í bænum á laugardagsnótt
trúbador var að spila fyrir framan Eymundsson
þá kom elding að ofan og klauf hann í tvennt
og út stigu fuglar í þúsund litum
arabískir tónar fylltu götur borgarinnar
konur með slæður komu úr 1001 nótt
máninn brosti hlýlega á föruneytið
og Esjan blakti vængjum út í flóann
við fórum aftur í húsið með stóra garðinum
stelpurnar helltu upp á te og við reyktum
þegar morgna tók fór ég með gyðjunni
á pallbílnum í sveitina að ná í meira gras
trúbador var að spila fyrir framan Eymundsson
þá kom elding að ofan og klauf hann í tvennt
og út stigu fuglar í þúsund litum
arabískir tónar fylltu götur borgarinnar
konur með slæður komu úr 1001 nótt
máninn brosti hlýlega á föruneytið
og Esjan blakti vængjum út í flóann
við fórum aftur í húsið með stóra garðinum
stelpurnar helltu upp á te og við reyktum
þegar morgna tók fór ég með gyðjunni
á pallbílnum í sveitina að ná í meira gras