Mangaldur
Legg ég lófa minn i þinn lófa,
minn vilja í þinn vilja.
Verði þér í beinum
sem þú brennir öll,
nema þú unnir mér
sem sjálfri þér.
Svo heit verði
þér þessi orð,
so megn og sterk sem
eilífðin er.  
Bjarni Gissurarson
1621 - 1712


Ljóð eftir Bjarna Gissurarson

Til Fornrar Vinkonu
Mangaldur
Noregs fornkóngur frægi