Feimni vinur
Augun þegar fyrst þig litu
þjáðist ég af losta þá
Sálin þegar þína hitti
- þreifaði -
og líkaði það sem hún sá

Í musteri mammóns ég man þig fyrst
Borðaði á Bláa Kaffi
súpu og brauð af bestu lyst

Bakið breiða
brosið heiða
skinnið svarta

Upphandleggir sverir
hvernig eru þeir berir?
- Hugsaði ég -

Varir vænar
votar, kænar
fingur fimir

Fundust tveir til vara
til hvers að spara?

Í hjarta herramaður
hreinn og sér
laus við leik og daður
ó-líkt mér

Sál þín særð og skelkuð,
spelkuð
Hjartað milt sem himinn
vökvar heiminn

Veistu kæri vinur?
Víst í þér Guð ég sé
 
Elísabet Ingólfsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Elísabetu Ingólfsdóttur

Tungumálaörðugleikar
Framandi ávöxtur
Feimni vinur