

svartar eldingar,
eftir það fylgdu augu mín í vængför
drukkinna kvöldfugla
það var spurning í golunni,
skuggarnir grétu bak við vegglampana
sem eðlur og skordýr umkringdu
ég elskaði
hvernig bros þitt gat sýnt lífið
en um leið sýnt vitneskju um dauðann
sveigðu tré í elsta garði!
það eru sögur í viðarbolnum
sem enginn getur heyrt
það er svo erfitt
að horfa á ykkur fella laufin
eftir það fylgdu augu mín í vængför
drukkinna kvöldfugla
það var spurning í golunni,
skuggarnir grétu bak við vegglampana
sem eðlur og skordýr umkringdu
ég elskaði
hvernig bros þitt gat sýnt lífið
en um leið sýnt vitneskju um dauðann
sveigðu tré í elsta garði!
það eru sögur í viðarbolnum
sem enginn getur heyrt
það er svo erfitt
að horfa á ykkur fella laufin