Það er að stytta upp.
Ljóð,
ég hef þig.
Eitt verðurðu þó að skilja,
það eru engar skuldbindingar,
aðeins ást í þinn garð;
hann er fullur líkt og ég,
af visnum trjágreinum,
sem benda á orð,
sem lesa upp orð,
meðan þau tafarlaust brotna,
undan þyngslum norðanvinda,
sem hljóða í óminu;
þessi öskur sem þeir heyrnalausu mynda,
líf án spegilmyndar og forsjóna,
það varð slys.
Voðalega er ljótt að sjá þig,
en ég man eftir ástinni.
Ljúfan,
manstu þegar þú féllst?
Þegar ég sleppti,
það varð dauðaslys kringum glerbrotin,
beinbrotin, hjartað sló eitt örstutt andartak.
Ég var einn í smá tíma,
þú varst myrt,
ég hékk með rónum Reykjavíkurborgar,
lærði um dauðann og velferð hans.
Ég skil hann fullvel í dag,
hann er ávallt velkominn í mín heimahús,
sorpið við göngustíginn.
Svo var ljóðið tilbúið,
ég fann þig aftur,
allan tímann í dulargervi,
leitandi til framtíðar.
Hamingjusamur endir,
í kolsvartri kápu,
veglegur,
bara fyrir þig.
Hún er flókin,
þessi ást.
ég hef þig.
Eitt verðurðu þó að skilja,
það eru engar skuldbindingar,
aðeins ást í þinn garð;
hann er fullur líkt og ég,
af visnum trjágreinum,
sem benda á orð,
sem lesa upp orð,
meðan þau tafarlaust brotna,
undan þyngslum norðanvinda,
sem hljóða í óminu;
þessi öskur sem þeir heyrnalausu mynda,
líf án spegilmyndar og forsjóna,
það varð slys.
Voðalega er ljótt að sjá þig,
en ég man eftir ástinni.
Ljúfan,
manstu þegar þú féllst?
Þegar ég sleppti,
það varð dauðaslys kringum glerbrotin,
beinbrotin, hjartað sló eitt örstutt andartak.
Ég var einn í smá tíma,
þú varst myrt,
ég hékk með rónum Reykjavíkurborgar,
lærði um dauðann og velferð hans.
Ég skil hann fullvel í dag,
hann er ávallt velkominn í mín heimahús,
sorpið við göngustíginn.
Svo var ljóðið tilbúið,
ég fann þig aftur,
allan tímann í dulargervi,
leitandi til framtíðar.
Hamingjusamur endir,
í kolsvartri kápu,
veglegur,
bara fyrir þig.
Hún er flókin,
þessi ást.