Það er að stytta upp.
Ljóð,
ég hef þig.

Eitt verðurðu þó að skilja,
það eru engar skuldbindingar,
aðeins ást í þinn garð;

hann er fullur líkt og ég,
af visnum trjágreinum,
sem benda á orð,
sem lesa upp orð,
meðan þau tafarlaust brotna,
undan þyngslum norðanvinda,
sem hljóða í óminu;

þessi öskur sem þeir heyrnalausu mynda,
líf án spegilmyndar og forsjóna,
það varð slys.

Voðalega er ljótt að sjá þig,
en ég man eftir ástinni.

Ljúfan,
manstu þegar þú féllst?
Þegar ég sleppti,

það varð dauðaslys kringum glerbrotin,
beinbrotin, hjartað sló eitt örstutt andartak.

Ég var einn í smá tíma,
þú varst myrt,
ég hékk með rónum Reykjavíkurborgar,
lærði um dauðann og velferð hans.

Ég skil hann fullvel í dag,
hann er ávallt velkominn í mín heimahús,
sorpið við göngustíginn.

Svo var ljóðið tilbúið,
ég fann þig aftur,
allan tímann í dulargervi,
leitandi til framtíðar.

Hamingjusamur endir,
í kolsvartri kápu,
veglegur,
bara fyrir þig.

Hún er flókin,
þessi ást.  
Viktor Kaldalóns
1987 - ...


Ljóð eftir Viktor Kaldalóns

Sær í átt að sæng.
Ástarljóð til hins visna.
Minn kæri vin... það mun versna.
Málverk stöðnunar.
St. Coll.
Windows blow in like ten thousand ice floes upon the snowy quarters.
The brighter side of the day goes down in three, two, one...
Náðarhögg.
The first lightpost on St. Coll.
My date of birth kept in memory of a bartender (pt. one).
My date of birth kept in memory of a bartender (pt. two).
It feels like dying, you know...
Útöndun.
Our graves undulate with fever.
Fáninn lágreisti.
The regent roads to nowhere; the end of the world.
Just like the corner of all nights.
Just like the corner of the day...
Tunglhaf.
Anddyrið kringum sviðið.
Lágröddun.
Væg túlkun.
The dead queen and us.
Endir á litblæ, hulinn bær.
Útrýming.
Líflaus blómstrun.
Skýrar, en þó svo daufar.
Sunnudagsgredda.
Dálæti; og ástin bíður ósigur.
Brotin umgjörð.
Svartur er sjórinn.
Horfin fjarvera.
Og allt varð grátt.
Ljóðið fannst aldrei.
The lively queen and us.
Tilvonandi Eilífðartími.
Dökk spor.
Í eyði.
The prime of the queen.
Sýningin tælandi á sviði slökknandi borgarljósa.
Regina.
Upstream they went towards the valley.
Contiguous grapevine, old and all around.
Unsuited.
Carry a no-win mist inside God´s acre.
With only a wire and death attached.
Drizzling in tween the rest.
Without a pole star and wherries to take us home.
I will leave you dumfounded just like before.
Heilög borg?
Well lit allure of anesthesia.
My naked naiad.
Pharisaic lifetime of a saint.
Einfari; loftmengun.
Brúðguminn.
Þú og ég.
Ylur.
Herskari.
Örvilnun skýjaglópana.
Sjónarhorn skuggsælla engla í sorgarklæðum.
Lof efstu svalanna.
Það er að stytta upp.
Vöggugjöf launmorðingjans.
Blessun.
Fjárhagsörðugleikar nútímablíðu.
Von er...
Vonleysi er...