Desember
Jólaljósin kvikna hvert af öðru
jólin nálgast
fólk fyllist gleði, tilhlökkun
það er svo gaman á jólunum
allir pakkarnir, jólakortin
maturinn
allir fínir.
Eru allir fínir, glaðir?
Sumir, gráta gengna ástvini
þeirra spor liggja ekki í verslanir
til að gleðjast, kaupa jólagjafir.
Þeirra spor liggja í kirkjugarðinn
þung spor
saknaðarspor.
Álútir horfa þeir
á kaldar grafirnar
sem flestar eru skrýddar
ljósum
í tilefni jólanna
horfa á grafirnar
sem geyma þeirra kærustu ástvini.
Nú er of seint að horfa saman
á alla dýrðina.
Nú er eingöngu hægt að
gleðjast
yfir stundunum sem þeir áttu saman
fyrir löngu
eða
ef til vill er ekki svo langt síðan.
Saknaðar tár falla
sölt, hlý
þau smjúga mjúklega
gegn um snjóinn
skilja eftir sig örlítið far
kveðja til hins látna.  
Hlíf Anna Dagfinnsdóttir
1951 - ...


Ljóð eftir Hlíf Önnu Dagfinnsdóttur

Upphafið
Tökubarn
Söknuður
Desember