Upphafið
Allt hefur sitt upphaf
ekkert verður til af engu.
Hún veltir þessu fyrir sér
alltaf - allstaðar.
Hvernig varð upphafið ?
Hennar upphaf.
Hjá hverjum byrjaði hennar lífssaga
hvar byrjaði hennar hjarta að slá ?
Henni finnst hún standa á brún þverhnípis
hún horfir niður í hyldýpið
svart, ægilegt.
Þannig sér hún sitt upphaf
ekkert, hvergi
hún á sér ekkert upphaf í sálu sinni
hún veit ekki hvar það hófst.
 
Hlíf Anna Dagfinnsdóttir
1951 - ...


Ljóð eftir Hlíf Önnu Dagfinnsdóttur

Upphafið
Tökubarn
Söknuður
Desember