Hið fallna lauf
Af deyjandi tré
féll máttvana lauf
og lenti í hendi mér.
Í veikri hendi
lá máttvana lauf
og sáran grét.

Tré!
Komdu og leitaðu að mér!
Vesalings lauf.
Er það mitt að fræða það
um tilvist róta ?

Ég vaggaði laufinu varlega
og reyndi að leika tré,
fölbleikt, rótlaust tré.
Laufið rann úr lófa mér
niður á jörð
þar sem tár þess
vökva rætur trjáa
sem leita laufa sinna.  
Linda Björk Markúsardóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Lindu Björk Markúsardóttur

Hið fallna lauf
Lífið
Til sölu
Hið ódauðlega
Kreppa - Partur DCLXVI