

Af deyjandi tré
féll máttvana lauf
og lenti í hendi mér.
Í veikri hendi
lá máttvana lauf
og sáran grét.
Tré!
Komdu og leitaðu að mér!
Vesalings lauf.
Er það mitt að fræða það
um tilvist róta ?
Ég vaggaði laufinu varlega
og reyndi að leika tré,
fölbleikt, rótlaust tré.
Laufið rann úr lófa mér
niður á jörð
þar sem tár þess
vökva rætur trjáa
sem leita laufa sinna.
féll máttvana lauf
og lenti í hendi mér.
Í veikri hendi
lá máttvana lauf
og sáran grét.
Tré!
Komdu og leitaðu að mér!
Vesalings lauf.
Er það mitt að fræða það
um tilvist róta ?
Ég vaggaði laufinu varlega
og reyndi að leika tré,
fölbleikt, rótlaust tré.
Laufið rann úr lófa mér
niður á jörð
þar sem tár þess
vökva rætur trjáa
sem leita laufa sinna.