Vatn
Ég trúi á þann kraft
sem býr í vatninu
og gerir flötinn jafnan og sléttan
vatn í djúpri dimmu,
gárur í leik við sólargeisla,
lækir úr fjallshlíðum
og gullnir dropar eftir vængjablak
Óskorin mynd flýtur á spegli
eins og hún hafi verið frá upphafi
Dagarnir í lífi mínu líða
einn, einn af öðrum
eins og dropar sem falla á vatn,
þungir, ljúfir eða glitrandi
og streyma hljóðlaust út úr lífinu
eins og þeir hafi aldrei verið í höndum mínum
en ég trúi
að með tímanum líti ég í kyrrð
óskorna mynd liðinna daga
sem býr í vatninu
og gerir flötinn jafnan og sléttan
vatn í djúpri dimmu,
gárur í leik við sólargeisla,
lækir úr fjallshlíðum
og gullnir dropar eftir vængjablak
Óskorin mynd flýtur á spegli
eins og hún hafi verið frá upphafi
Dagarnir í lífi mínu líða
einn, einn af öðrum
eins og dropar sem falla á vatn,
þungir, ljúfir eða glitrandi
og streyma hljóðlaust út úr lífinu
eins og þeir hafi aldrei verið í höndum mínum
en ég trúi
að með tímanum líti ég í kyrrð
óskorna mynd liðinna daga