Vatn
Ég trúi á þann kraft
sem býr í vatninu
og gerir flötinn jafnan og sléttan

vatn í djúpri dimmu,
gárur í leik við sólargeisla,
lækir úr fjallshlíðum
og gullnir dropar eftir vængjablak

Óskorin mynd flýtur á spegli
eins og hún hafi verið frá upphafi


Dagarnir í lífi mínu líða
einn, einn af öðrum
eins og dropar sem falla á vatn,
þungir, ljúfir eða glitrandi

og streyma hljóðlaust út úr lífinu
eins og þeir hafi aldrei verið í höndum mínum


en ég trúi
að með tímanum líti ég í kyrrð
óskorna mynd liðinna daga
 
Toshiki Toma
1958 - ...


Ljóð eftir Toshiki Toma

Ljósvegur
Ljóð sólarinnar
Sumarnótt
6. ágúst, hjá Tjörninni
Tveir englar sem ég þekki
Tunglið
Blómvöndur
síðsumar
Haustdagur
Vitinn
Fjallið
Ósk
Orð
Sólarlag
sjávarvindur
Melgresi
Sannleikurinn
Kría
Fegurð í litskrúði
Mósaíkmynd á gárum
Ástúð tungls
Ljós í húsglugga
Vetrardagur
Troðinn blómhnappur
Dropi af hjartahlýju
Bæjarljós
Fjallshlíð
Engilstár
Frjálslyndur maður
Myndir af útlendingum
Næturregn
Til þín, sem ert farin
Snjór að kveldi
Lítið vor
Vorkoma
Augun bláu
Fimmta árstíðin
Hækkandi sól
Vorrigning
Tunglseyðimörk
Vorblær
Snemma sumars
Lind á himninum
Mynd sumarkvölds
ský
Blús
Vatn
Það dregur nær jólum
Andahjón á Austurvelli
Ást til þín fæddist
Blóm
Fagurfífill
Barnæska
Barnið
Sumarregn
Blóm regnsins
Fimmtíuáraafmæli
norðurljós
Sakura
Hamingjan
Jökull og húm
Lauf