

Kölski fékk sér eldrauður
smók af logandi sígarettu.
Hann hóstaði skelfilega,
eins og honum einum er lagið.
Halinn kipptist til;
lamdi óvart ræfil
(en öllum var sama)
og blótaði tóbakinu.
Öskraði hátt:
HELVÍTIS DJÖFULL!!!
Lamdi öskuillur í heitt borð
af miklum krafti með hnefanum.
Borðið brotnaði ekki.
Í sömu andrá áttaði Kölski sig;
fattaði hver hann var
í raun og veru
og hló svo hátt í brennheitu helvíti
að jörðin skalf og nötraði.
smók af logandi sígarettu.
Hann hóstaði skelfilega,
eins og honum einum er lagið.
Halinn kipptist til;
lamdi óvart ræfil
(en öllum var sama)
og blótaði tóbakinu.
Öskraði hátt:
HELVÍTIS DJÖFULL!!!
Lamdi öskuillur í heitt borð
af miklum krafti með hnefanum.
Borðið brotnaði ekki.
Í sömu andrá áttaði Kölski sig;
fattaði hver hann var
í raun og veru
og hló svo hátt í brennheitu helvíti
að jörðin skalf og nötraði.