Hún bankaði
Ástin bankaði hjá mér um daginn
ég horfði á hana ásakandi
skellti hurðinni
eitthvað sveið

Ástin bankaði hjá mér í gær
ég hikaði
lokaði hurðinni
full af sektarkennd

Ástin bankaði hjá mér í dag
vildi ræða málin
ég hleypti henni inn
mér létti

Ef ástin bankar á morgunn
tek ég henni fagnandi
þakka henni
ástfangin  
Þorgerður Ólafsdóttir
1990 - ...


Ljóð eftir Þorgerði Ólafsdóttur

Hún bankaði
einn, tveir, þrír
Heimska mín hlaut sorg þína