einn, tveir, þrír
Allt hringsnýst í hausnum á þér
talan þrír
kemur upp aftur og aftur
þér er illa við fleirtölur
það á bara að vera einn
einn!
Hvað er að?
Þú heldur að hausinn á þér sé klofinn
með hausverk
flökurt
alltaf
getur ekki sætt þig við aðstæður
getur samt ekki staðið upp og leiðrétt málin
Hvað er að?
Strengjabrúða
það er það sem þú ert
hefur ekki kjark til að slíta strengina
sjálfstraustið í molum
1...2...3
hleypur inná salernið
kastar upp
1, 2, 3  
Þorgerður Ólafsdóttir
1990 - ...


Ljóð eftir Þorgerði Ólafsdóttur

Hún bankaði
einn, tveir, þrír
Heimska mín hlaut sorg þína