Halelúja
Í hönd mína tók önnur hönd
hún treysti þá sterk vinabönd,
en það er eitthvað öðruvísi núna.
Við sátum saman, töluðum,
um alla hluti möluðum,
ég sakna þín, hvar ertu? Halelúja.

Á morgnanna ég á þig leit,
með herkjum af þér augun sleit.
Ég vild‘ ég gæti séð þig aftur núna.
Þú leist á mig með augunum,
þau flóðu öll af tárunum
sem féllu þétt af hvörmum, halelúja.

Þú leist á mig í hinsta sinn,
fórst út og komst ekk‘aftur inn.
Þú lifir enn því ég held fast í trúna.
Ég eftir sat með augun full
af tárum, þessi glæru gull,
sem féllu þétt af hvarmi, halelúja.

Mín tilvera er án þín tóm,
ég heyri hvergi minnsta hljóm
sem vakið getur gleði hjá mér núna.
Ég bíð þess er ég aftur finn
þinn vanga liggja þétt við minn
og vagga mér í svefninn, halelúja.

Það hjálpar mér á ögurstund
að vit‘að ég kemst á þinn fund.
Ó, veist‘ég er á vegi til þín núna?
Nú af mér losna lífsins bönd,
mín sála leitar að þinni hönd.
Ó, fylgdu mér til himna, halelúja.
 
Guðjón Bjarni
1989 - ...


Ljóð eftir Guðjón Bjarna

Brottför
Ratleikur
Þú og ég
Við
Tregafullt ástarljóð með jólaþema, fullt af fortíðarþrá. (Manstu?)
Ástarsaga
Halelúja
Óróleg