Sögustund

Lítil stúlka situr við tjörn umvafinn blómum,
í kjöltu hennar er kettlingshnoðri.
Stúlkan strýkur hvítan feldin,
sólin hitar andlit hennar.

Það skýjar, telpan stendur upp.
Hún drekkir kettinum í tjörninni,
traðkar á blómunum.
Fer heim og biður um hund.


 
Nagaður
1981 - ...


Ljóð eftir Nagaðan

Sögustund
Hugarangur.
Ljóð um ást.
Sjónvarpið.
Æskudraumur.