Ljóð um ást.
Ástin er eins og stöð tvö án myndlykils,
línan á stillimynd rúv.
Hún er suðið á milli útvarpsrása,
smellurinn í ljósaperu áður en hún springur,
Ástin er einkamál alþjóðar,
höfuðverkur gærdagsins ,
von morgundagsins.
Hún er heitur klaki og köld sól.
 
Nagaður
1981 - ...


Ljóð eftir Nagaðan

Sögustund
Hugarangur.
Ljóð um ást.
Sjónvarpið.
Æskudraumur.