Hlustaðu
Keyri um daglega í leit að ljósinu,
veit ekki hvert á að stefna en einhvernveginn rata ég alltaf.
Hver er að stýra, er það ég eða ljósið.
Heyri í sjálfum mér hugsa, lít í kringum mig en sé ekki neitt.
Er einhver þarna, hver ert þú. Af hverju segir þú ekkert.
Það hvín í malbikinu og það truflar einbeitninguna,
en samt heyri ég eitthvað.
Slekk á útvarpinu og einbeiti mér meira. Það er eitthvað suð í loftinu.
Horfi út í hraunið og hægi á mér um leið,
það er kolsvart myrkvið sem starir á móti og hlær að þér.
Vilt stoppa, fara út og upplifa hljóðið sem angrar þig, sem kallar á þig.
Enn myrkvið veit að þú þorir ekki út, þessvegna hlær það.
En ef þú hlustar betur, þá veist þú að hljóðið er ekki í myrkvinu,
það er í ljósinu og kallar á þig.
Það eina sem þú þarft að gera er að hlusta,
opna leiðir að þeim skynfærum sem þér voru gefin og hlusta.
Kveiki aftur á útvarpinu, heyri í malbikinu, eyk hraðann aftur,
komin tilbaka.
Þú átt svo marga valkosti, hvaða ætlar þú að gera.
Prófaðu að hlusta á ljósið.
 
Rúðrik
1972 - ...


Ljóð eftir Rúðrik

Öskur veruleikans
Hlustaðu
Kvikur kvilli